Blítt og létt

Blítt og létt er 13. sýning Hornfirska skemmtifélagsins.
Í sýningunni flytja hornfirskir listamenn mörg af bestu sjómannalögum allra tíma í bland við misjafnlega sannar sögur af sjómannslífinu.

Miðaverð aðeins kr. 8.900,-

Innifalið er þriggja rétta kvöldverður, sýningin Blítt og létt og stórdansleikur með hljómsveitinni Andrá.

Sýningargestum býðst gisting á Hótel Höfn í tvær nætur á verði einnar. Þannig kostar þriggja rétta kvöldverður, sýning, dansleikur og gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði aðeins kr. 19.050,- á mann.

Stærri hópar fá sérstakan afslátt. Hafið samband við Hótel Höfn til að fá nánari upplýsingar.