Sveitaball

Hornfirska skemmtifélagið frumsýnir Sveitaball laugardaginn 5. október 2013.  Eins og nafnið gefur til kynna mun sýningin samanstanda af öllum helstu sveitaballalögum Íslandssögunnar, sem þýðir að það verður brjálað stuð.  Gert er ráð fyrir sýningum alla laugardaga í október auk skólasýninga eins og undanfarin ár.

Ríki Vatnajökuls

Ríki Vatnajökuls er fallegt og aðgengilegt allan ársins hring. Yfir vetrartímann er litadýrðin engu lík þegar marglit norðurljósin dansa yfir jöklinum sem tekur á sig bláan lit yfir köldustu mánuðina. Úrval afþreyingar, veitinga og gistingar er í boði allt árið.  Nánari upplýsingar er að finna á visitvatnajokull.is.

Miðapantanir

Í sameiningu bjóða Hótel Höfn og Hornfirska skemmtifélagið uppá frábæran pakka sem samanstendur af kvöldverði, sýningu og dansleik.  Einnig er Hótel Höfn með sértilboð á gistingu og veitingum í tengslum við sýningar Skemmtifélagsins.  Hægt er að panta miða á sýninguna Sveitaball á Hótel Höfn í síma 478-1240.  Þar má einnig fá nánari upplýsingar um gistimöguleika o.fl.