Hljómsveitina ADHD 800 skipa Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Davíð Þór Jónsson Hammond- og hljómborðsleikari og Magnús Tryggvason Eliassen trommari. Allir hafa þeir félagarnir verið virkir í íslensku tónlistarlífi og getið sér gott orð í hljómsveitum á borð við  Jagúar, Flís, Mezzo-forte, Havanaband  Tómasar R. Einarssonar, Big band Samúels Jóns Samúelssonar, Tepokanum, Mugison og fleirum.


Hljómsveitin spilar tregablandna músik frá hinum ýmsu áttum, allt frá gömlum blússtandördum til frumsamdra tregaópusa. Hljómsveitin var sérstaklega sett saman fyrir Norðurljósablús og af því tilefni tóku liðsmenn hennar  upp blýantinn og unguðu útfáeinum verkum til heiðurs hátíðinni. Kumpánarnir lofa frábærri skemmtun og hlakka mikið til ferðarinnar til Hafnar