syningar
Frumsýning: 4. október. Óðum að fyllast!
2. sýning: 11. október. Biðlisti
3. sýning: 18. október. Örfá sæti laus!
4. sýning: 25. október. Óðum að fyllast!
Lokasýning: 1. nóvember. Laus sæti!

matsedill
HORNAFJARÐARTRÍÓ
Freyðandi humarsúpa, humarvorrúlla, Tortilla fyllt með reyktri jöklableikju og sólþurrkuðum tómötum.

LAMB
Langtímaeldaður lambaskanki í tómatlagaðri kryddjurtasósu, smjörbætt kartöflumús, blómkálsmauk, rófusnakk og blandað grænmeti.

SKYR
Hvítsúkkulaði skyrfrauð ásamt stökkum ananas og heimalöguðum mangóís.

midaverd
Bítlashow, glæsilegur þriggja rétta kvöldverður og dansleikur, kr. 6.900,-
Tilboð fyrir hópa.

gisting
2 fyrir 1 á gistingu á Hótel Höfn í tengslum við sýningarnar.

hopar
Sérstök tilboð fyrir starfsmannahópa, saumaklúbba og aðra hópa sem vilja sletta ærlega úr klaufunum!  Margskonar afþreying er í boði á Höfn. Horfirska skemmtifélagið mælir sérstaklega með spennandi fjórhjólaferð með Fjöruferðum. Siglt er frá Óslandi yfir á Suðurfjörur og þeyst á fjórhjólum eftir endalausum svörtum sandfjörum. M.a. er ekið er að Hornafjarðarósi, og skoðaðar eru rústir frá stríðsárunum. Einstök náttúra og fegursta útsýni sem Ísland hefur upp á að bjóða.
Nánar á www.fjoruferdir.is.