Bjarni_TryggvaBjarni Tryggvason er ættaður frá Miðskeri í Nesjum og á margt skyldfólk á Hornafirði. Hann hefur verið að spila opinberlaga síðan 1984 og gaf út sína fyrstu vinyl plötu árið 1986. Síðan þá hefur Bjarni reglulega gefið út efni og eru nú plötur hans orðnar sex talsins. Hann hefur samið fjöldann allan af lögum í gegnum tíðina bæði fyrir sjálfan sig og svo með öðrum listamönnum, en útgefið efni eftir hann, lög og textar eru nú að nálgast hundraðið. Bjarni er nú að vinna að nýjum disk með Steinari Gunnarssyni tónlistarmanni og hefur einnig í hyggju að gefa út disk von bráðar með eigin efni.