BÍTL Á HÖFN!

bitl_vefHornfirska skemmtifélagið frumsýnir Bítl á Höfn laugardaginn 4. október n.k. 
Þetta er tónlistarsýning þar sem hornfirskir listamenn leita í smiðju hjá Bítlunum og flytja nokkur af þeirra bestu lögum.  Meðal annars munu lögin A Hard Days Night, , Back in the USSR, Lady Madonna, Come Together, While my Guitar Gently Weeps, Eleanor Rigby og Hey Jude hljóma á sýningunni og bítlastemmningin verður allsráðandi á Hótel Höfn í október

Bítl á Höfn

bitlskemmtunLaugardaginn 4. október n.k. frumsýnir Hornfirska skemmtifélagið sýninguna Bítl á Hótel Höfn.  Þetta er sjöunda haustverkefni Hornfirska skemmtifélagsins á Hótel Höfn en áður hefur félagið sett upp sýningarnar Slappaðu af!, Með allt á heinu, Diskó, Rokk í 50 ár, American Graffiti og Eitís.  Auk þess hefur félagið staðið fyrir blúshátíðinni Norðurljósablús árin 2006, 2007 og 2008.

Miðasala er á Hótel Höfn í síma 478-1240.  Þar fást einnig upplýsingar um gistingu og ýmsa afþreyingarmöguleika sem í boði eru á staðnum.