Aðalfundur 2012

Mánudaginn 23. apríl var aðalfundur Hornfirska Skemmtifélagsins haldinn á Hótel Höfn. Mætingin var nokkuð góð og lögum samkvæmt var farið yfir starf félagsins á síðasta ári, fjármál og framtíðin rædd. Þá var einnig rætt um hvernig fjármunum af sýningum skuli eytt en sem stendur er staða Skemmtifélagsins mjög góð. Þar spila nokkrir þættir saman, hagnaður …

Menningarverðlaun

Hornfirska skemmtifélagið er handhafi Menningarverðlauna Hornafjarðar 2006 ásamt Þórbergssetri en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Nýheimum föstudaginn 9. febrúar.  Í rökstuðningi með ákvörðun Menningarmálanefndar Hornafjarðar segir um Hornfirska skemmtifélagið: Hornfirska Skemmtifélagið er einn af hornsteinum menningarlífs á Hornafirði. Félagar í Skemmtifélaginu hafa af mikilli atorku og metnaði staðið fyrir söngdagskrá og blúshátíð. Starf …

Vefurinn í loftið

Vefur Hornfirska skemmtifélagsins er nú kominn í loftið.  Vefurinn er þó langt frá því að vera fullbúinn því á næstu dögum mun bætast við mikið af upplýsingum um þau verkefni sem eru framundan hjá félaginu.  Ef fólk hefur athugasemdir við vefinn eða fyrirspurnir varðandi Hornfirska skemmtifélagið má senda slíkt á netfangið info@skemmtifelag.is.