Hljómsveitin Grasrætur lék í Kastljósi í gærkvöldi í kjölfar kynningar á Norðurljósablús 2007 en Grasrætur er ein að þeim hljómsveitum sem spilar á hátíðinni. Strákarnir stóðu sig með stakri prýði og verður gaman að heyra þá spila á Víkinni á laugardagskvöldið. Smelltu hér til að skoða innslagið í Kastljósi.
Category Archives: Norðurljósablús 2007
Forsala aðgöngumiða hefst í dag!
Forsala aðgöngumiða á Norðurljósablús hefst í dag, mánudag á Víkurbraut 4 en hátíðin verður 1. – 4. mars nk. Á hátíðinni koma fram 36 innlendir og erlendir tónlistarmenn í 8 hljómsveitum. Aðalgestir hátíðarinnar er sænska hljómsveitin Jump 4 Joy og er þetta í fyrsta sinn sem sveitin leikur hér á landi. Nokkrir af helstu blús-tónlistarmönnum […]
Blúsferðir til Hornafjarðar
Vatnajökull Travel býður upp á blúsferðir til Hornafjarðar í tilefni Norðurljósablúss 2007. Nánari upplýsingar um blúsferðir er að finna hér. Vatnajökull Travel sér algjörlega um sölu í þessar ferðir. Tekið er við pöntunum í síma 894-1616 eða á netfangið info@vatnajokull.is.
Miðasala
Forsala aðgöngumiða fer fram hjá Galdri að Víkurbraut 4 og hefst mánudaginn 19. febrúar. Miðar verða einnig seldir á tónleikastöðum á hátíðinni sjálfri en takmarkaður miðafjöldi er á tónleika í Sindrabæ. Miðaverð: Fimmtudagur 1. mars Sindrabær kl. 21:00 – 22:30 kr. 1.500,- Föstudagur 2. mars Sindrabær kl. 21:00 – 22:30 kr. 2.000,- Laugardagur 3. mars […]
Dagskrá
Fimmtudagur 1. mars Sindrabær 21:00 – 22:30 Bergþór Smári 18 ára aldurstakmark Miðaverð kr. 1.500,- Föstudagur 2. mars Tónleikar fyrir grunnskólanemendur Sindrabær 16:00 – 19:00 Blúsdjamm EKKERT ALDURSTAKMARK FRÍTT INN Sindrabær 21:00 – 22:30 Park Project 18 ára aldurstakmark Miðaverð kr. 2.000,- Sindrabær 22:30 – 01:00 Blúsmenn Andreu 18 ára aldurstakmark Armband gildir Kaffi Hornið 22:30 – 01:00 Mood 18 ára aldurstakmark Armband gildir […]
Norðurljósablús 2007
Blúshátíðin Norðurljósablús 2007 verður haldin á Höfn í Hornafirði dagana 1. – 4. mars. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti fyrir ári síðan og þótti takast svo vel að ákveðið var að gera hana að árlegum viðburði. Það er Hornfirska skemmtifélagið sem stendur að hátíðinni ásamt ýmsum samstarfsaðilum s.s. Víkinni, Kaffi Horninu, Vatnajökull Travel, Sveitarfélaginu […]
Andrea og Björgvin Gísla á Norðurljósablús
Blúsdrottningin Andrea Gylfadóttir kemur fram ásamt blúsmönnum sínum á Norðurljósablús fyrstu helgina í mars. Andreu þarf ekki að kynna enda er þetta ein þekktasta söngkona landsins. Blúsmennirnir eru heldur engir aukvisar, Guðmundur Pétursson á gítar, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Einar Rúnarsson á Hammond og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Þá mun gítarhetjan Björgvin Gíslason leika á […]
Jump 4 Joy aðalgestir á Norðurljósablús 2007
Undirbúningur Norðurljósablússins er nú kominn á fulla ferð og þessa dagana er verið að ganga frá ráðningu listamannanna sem koma fram á Hornafirði dagana 1. – 4. mars nk. Aðalgestir blúshátíðarinnar er sænska hljómsveitin Jump 4 Joy og leikur hún á Hótel Höfn á laugardagskvöldinu. Hljómsveitin Jump 4 Joy var stofnuð 1992 og hefur sveitin […]