Gríðarlega góð mæting á rokkið

Nú er uppselt á allar almennar sýningar sem eftir eru af „Rokk í 50 ár“.  Síðustu tvær sýningarnar verða um næstu helgi, á föstudags- og laugardagskvöld en einnig er fyrirhuguð sýning á fimmtudagskvöld fyrir nemendur í FAS.  Aldrei hefur verið jafn góð mæting á sýningar Hornfirska skemmtifélagsins eins og í ár en gestir verða að …

Gagnleg rýning

Ég hef alltaf haft lítið sem ekkert álit á íslenskum gagnrýnendum og mér til mikils hryllings er ég nú lentur í þeirra sporum og veit ég vel að góðum fréttamanni sæmir ekki að tala í fyrstu persónu. Þannig að við getum verið sammála, um að ég er hvorki gagnrýnandi né fréttamaður.

Mikil aðsókn

Mikil aðsókn er á sýninguna Rokk í 50 ár.  Allar fjórar sýningarnar sem upphaflega voru skipulagðar eru nú uppseldar.  Því hefur verið ákveðið að bæta við sýningum tvo föstudaga eða 28. október og 4. nóvember.  Miðapantanir og nánari upplýsingar eru sem fyrr á Hótel Höfn í síma 478-1240.

Sýningar

15. október UPPSELT 22. október UPPSELT 27. október Félagsmiðstöðin Þrykkjan 29. október UPPSELT 3. nóvember Framhaldsskólinn í A-Skaft 4. nóvember UPPSELT 5. nóvember UPPSELT Verð pr. mann kr. 5.900,- Innifalið: 3ja rétta kvöldverður, sýning og dansleikur með hljómsveitinni KUSK. Sérstakur afsláttur er fyrir hópa (20 og fleiri). Í tengslum við sýningarnar býður Hótel Höfn upp …

Helgarpakkar

Í tengslum við sýninguna „Rokk í 50 ár“ er boðið uppá glæsilega helgarpakka sem samanstanda af gistingu í 2 nætur á Hótel Höfn, 3ja rétta kvöldverði, sýningunni „Rokk í 50 ár“ og dansleik með hljómsveitinni KUSK.  Verðið á pakkanum er aðeins kr. 10.900,- fyrir manninn og er veittur sérstakur afsláttur fyrir hópa (20 og fleiri).  …

Á bólakaf í rokklaugina

Hornfirskir skemmtikraftar hafa nú stungið sér á kaf í djúpa endann á rokksundlauginni og munu svamla þar næstu vikurnar.  Æfingar eru að hefjast enda ekki seinna vænna því frumsýningin verður á Hótel Höfn 15. október nk.  Þá býðst landsmönnum að stíga um borð í rokklestina og þeysa í gegn um 50 ára sögu rokksins.  Mörg ný …

ROKK Í 50 ÁR

Hornfirska skemmtifélagið er nú að hefja vetrarstarfið og fjórða sýning félagsins verður frumsýnd á Hótel Höfn 15. október nk.  Verkefni haustsins heitir Rokk í 50 ár en í ár eru einmitt 50 ár síðan Bill Haley gaf út Rock around the clock og markaði með því upphaf rokksins að mati rokkspekúlanta.

Rokk í 50 ár

Veisla fyrir rokkara á Hótel Höfn Sýningin Rokk í 50 ár verður frumsýnd á Hótel Höfn 15. október nk. Andrea Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 hefur gengið til liðs við Skemmtifélagið og hefur hún umsjón með lagavali. Andrea er sem kunnugt er einn helsti rokkfræðingur landsins og mun hafa hönd í bagga með Hornfirskum skemmtikröftum. …