Íslensku sveitirnar eru Grasrætur frá Hafnarfirði, Johnny and the rest frá Reykjavík, Pitchfork Rebellion frá Reykjavík, Blúsbrot frá Stöðvarfirði og Vax frá Egilsstöðum.

Tvö hornfirsk bönd leika á hátíðinni, Mæðusveitin Sigurbjörn og Hulda Rós og rökkurtríóið frá Hornafirði. Að sjálfsögðu verður blúsdjamm þar sem allir geta fengið að taka grípa í hljóðfæri eða syngja og oft hefur myndast einstök djamm stemmning á Norðurljósablús.

Hornfirska skemmtifélagið hefur veg og vanda að Norðurljósablús í samstarfi við veitingamenn og ferðaþjónustufólk á Hornafirði. Félagið fékk Menningarverðlaun Hornafjarðar á síðasta ári og hefur notið styrkja frá Menningarráði Austurlands. Önnur verkefni Skemmtifélagsins eru að standa fyrir tónlistardagskrá á haustmánuðum ár hvert og þar eru það hornfirskir skemmtikraftar sem stíga á stokk.