Laugardaginn 6. október n.k. frumsýnir Hornfirska skemmtifélagið sýninguna „Eitís“ eftir Felix Bergsson á Hótel Höfn. Í sýningunni verða öll vinsælustu lögin frá níunda áratugnum t.d. Draumaprinsinn, Money for nothing, Our house, Careless whisper, Pamela í Dallas, Wake me up befor you go go og mörg fleiri.
Sýningar Hornfirska skemmtifélagsins eru margrómaðar og í ár verður ekkert til sparað. Það er því tilvalið fyrir starfsmannafélög, saumaklúbba, vinahópa o.fl. að skella sér í helgarferð til Hornafjarðar í haust.
- Frumsýning – laugardaginn 6. október 2007
- 2. sýning – laugardaginn 13. október
- 3. sýning – laugardaginn 20. október
- 4. sýning – laugardaginn 27. október
- 5. sýning – laugardaginn 3. nóvember
Verð pr. mann kr. 6.400,-
Innifalið: 3ja rétta kvöldverður, sýning og dansleikur með hljómsveitinni KUSK.
Sérstakur afsláttur er fyrir hópa (20 og fleiri).
Í tengslum við sýningarnar býður Hótel Höfn gistingu með morgunverði á einstaklega góðu verði eða tvær nætur á verði einnar.
- Eins manns herbergi kr. 7.100,-
- Tveggja manna herbergi kr. 10.150,-
Nánari upplýsingar og miðapantanir eru á Hótel Höfn í síma 478-1240.