jump4joy_2Forsala aðgöngumiða á Norðurljósablús hefst í dag, mánudag á Víkurbraut 4 en hátíðin verður 1. – 4. mars nk. Á hátíðinni koma fram 36 innlendir og erlendir tónlistarmenn í 8 hljómsveitum.   Aðalgestir hátíðarinnar er sænska hljómsveitin Jump 4 Joy og er þetta í fyrsta sinn sem sveitin leikur hér á landi.  Nokkrir af helstu blús-tónlistarmönnum landsins koma fram á hátíðinni og leika á öldurhúsum Hafnar og í Sindrabæ.