Sýningin Rokk í 50 ár var frumsýnd um helgina á Hótel Höfn í mestu úrkomu sem sögur fara af.  Ekki létu hornfirskir skemmtikraftar það aftra sér frá því að rokka feitt á Hótelinu.  Fimmtíu manna hópur frá Seyðisfirði var sólahring á leiðinni til Hornafjarðar til að sjá sýninguna og lét einn úr hópnum þau orð falla að þau sæju ekki eftir því ferðalagi.   Hornfiska skemmtifélagið þakkar Seyðfirðingunum fyrir komuna.

Heiðursgestur var Andrea Jónsdóttir, en hún lagði á ráðin um lagaval og skrifaði stórskemmtilega lýsingu á lögunum í sýningunni í leiksrá.  Næsta sýning er laugardaginn 22. október.  Uppselt er á þá sýningu.

Smelltu hér til að skoða fleiri myndir.