Nú er uppselt á allar almennar sýningar sem eftir eru af „Rokk í 50 ár“.  Síðustu tvær sýningarnar verða um næstu helgi, á föstudags- og laugardagskvöld en einnig er fyrirhuguð sýning á fimmtudagskvöld fyrir nemendur í FAS.  Aldrei hefur verið jafn góð mæting á sýningar Hornfirska skemmtifélagsins eins og í ár en gestir verða að öllum líkindum komnir vel á áttunda hundrað áður en yfir lýkur.

Ljósmynd: Sólveig Sigurðardóttir, Seyðisfirði