img_0901Hljómsveitin Pitchfork Rebellion mun leika af fingum fram fyrir matargesti en þau skutust óvænt inn í dagskrá blúshátíðarinnar í fyrra og vöktu athygli fyrir lifandi og einlægan flutning.

Hljómsveitina skipa Fanney Kristjánsdóttir söngkona, Héðinn Björnsson gítar,- bassa- og kazooleikari og svo er nýasti meðlimur sveitarinnar Lisa McMaster frá Bretlandi en hún spilar á flest allt sem er látið í hendurnar á henni.

Þetta er spennandi nýung og upplagt að borða besta mat í heimi og demba sér síðan á tónleika með Emil & the Ecstatics og hlusta á besta blús í heimi á eftir.