j4jUndirbúningur Norðurljósablússins er nú kominn á fulla ferð og þessa dagana er verið að ganga frá ráðningu listamannanna sem koma fram á Hornafirði dagana 1. – 4. mars nk.  Aðalgestir blúshátíðarinnar er sænska hljómsveitin Jump 4 Joy  og leikur hún á Hótel Höfn á laugardagskvöldinu.

Hljómsveitin Jump 4 Joy var stofnuð 1992 og hefur sveitin komið fram á 2000 tónlistarhátíðum, tónleikum og klúbbum. Þetta er sannkölluð gleðisveit sem leikur fjöruga blöndu af blús, rokki og boogie og söngvarinn og píanóleikarinn Ulf Sandström er þekktur fyrir að fara hamförum á tónleikum.

Þrjár sveitir som komu fram í fyrra mæta aftur í ár, Mood,hljómsveit Bergþórs Smára, Kentár og Vax sem kom mörgum á skemmtilega óvart fyrir kraftmikla og hráa tónlist og sérstaklega gamaldags hljóm.  Þá mun Mæðusveitin Sigurbjörn frá Hornafirði koma fram á Norðurljósablús og síðast en ekki síst kemur blúshljómsveit Pálma Gunnarssonar, Park Project.  Þar er valinn maður í hverju rúmi, Pálmi leikur á bassa  og syngur ásamt Hrund Ósk Árnadóttur, Gunnlaugur Briem er trommari, Agnar Már Magnússon leikur á píanó og Kristján Edelstein á gítar.