Lög Hornfirska skemmtifélagsins

1. grein
Félagið heitir Hornfirska skemmtifélagið. Félagssvæði þess er Austur-Skaftafellssýsla

2. grein
Tilgangur félagsins er að efla tónlistarlíf á félagssvæðinu með því að standa fyrir flutningi dægurtónlistar með þátttöku hornfirskra skemmtikrafta, og utanaðkomandi tónlistarmanna.

3. grein
Félagið stendur fyrir uppsetningu tónlistardagskráa og stendur fyrir öðrum uppákomum innan sveitarfélagsins í samstarfi við veitingamenn og ferðaþjónustuaðila eins og efni standa til.

4. grein
Hornfirska skemmtifélagið er opið öllum þeim sem vilja vinna að verkefnum þeim sem félagið tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Engin félagsgjöld eru greidd í félagið og engin félagaskrá haldin.

5. grein
Verði hagnaður af uppsetningum félagsins skal þeim varið til greiðslu skulda félgasins ef einhverjar eru, kaupa á tækjabúnaði sem nýtist við uppfærslur félagsins.

6. grein
Ávallt skal gera leigusamning vegna útleigu á eigum félagsins.

7. grein
Stjórn félagsins skipa fimm menn; formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur sem kosnir eru á aðalfundi félagsins, til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Skoðunarmenn reikninga félagsins skulu vera tveir, kosnir á aðalfundi félagsins til eins árs í senn.

8. grein
Aðalfund félagsins skal halda eigi síðar en í lok apríl ár hvert. Stjórnin skal boða aðalfundar með minnst tveggja sólahringa fyrirvara og telst hann þá löglegur. Starfsár/reikningsár félagsins er almanaksárið.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjórnanda og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Skýrsla gjaldkera
  5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
  6. Lagabreytingar
  7. Málefni næsta árs
  8. Önnur mál

9. grein
Breytingar á lögum þessum má aðeins gera á aðalfundi og ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum. Breytingar skulu lagðar fyrir skriflega í upphafi aðalfundar.

10. grein
Ef starfsemi félagsins leggst niður eða verður slitið af einhverjum orsökum, renna eignir hans, ef einhverjar verða til Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Upphaflega samþykkt aðalfundi félagsins 5. apríl 2006.
Breytingar gerðar á aðalfundi 5. maí 2008.
Breytingar gerðar á aðalfundi 23. apríl 2013