skemmtifelag_verdlaunHornfirska skemmtifélagið er handhafi Menningarverðlauna Hornafjarðar 2006 ásamt Þórbergssetri en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Nýheimum föstudaginn 9. febrúar.  Í rökstuðningi með ákvörðun Menningarmálanefndar Hornafjarðar segir um Hornfirska skemmtifélagið: Hornfirska Skemmtifélagið er einn af hornsteinum menningarlífs á Hornafirði. Félagar í Skemmtifélaginu hafa af mikilli atorku og metnaði staðið fyrir söngdagskrá og blúshátíð. Starf þeirra hefur verið góð kynning fyrir Hornafjörð og gestir sem sækja viðburði Hornfirska Skemmtifélagsins koma víða að.