Í sameiningu bjóða Hótel Höfn og Hornfirska skemmtifélagið uppá frábæran pakka sem samanstendur af kvöldverði, sýningu og dansleik.  Einnig er Hótel Höfn með sértilboð á gistingu og veitingum í tengslum við sýningar Skemmtifélagsins.  Hægt er að panta miða á sýninguna Sveitaball á Hótel Höfn í síma 478-1240.  Þar má einnig fá nánari upplýsingar um gistimöguleika o.fl.