Mikil aðsókn

Mikil aðsókn er á sýninguna Rokk í 50 ár.  Allar fjórar sýningarnar sem upphaflega voru skipulagðar eru nú uppseldar.  Því hefur verið ákveðið að bæta við sýningum tvo föstudaga eða 28. október og 4. nóvember.  Miðapantanir og nánari upplýsingar eru sem fyrr á Hótel Höfn í síma 478-1240.