MogadonMogadon er upphaflega dúett stofnaður fyrir 8 árum, skipaður þeim Haraldi Davíðssyni söngvara og gítarleikara, og Héðni Björnssyni kontrabassaleikara. Þeir hafa að mestu spilað rólegheita-tónlist, þar sem túlkunin er oft frjáls, en bæta stundum við sig hljóðfæraleikurum og gefa þá aðeins í. Í þetta sinn verður ekki ljóst hver fjöldinn verður í Mogadon fyrr en á síðustu stundu, en víst er að kvöldstundir undir tónum þeirra hafa ávallt þótt notalegar. Hljómsveitin Mogadon kom einnig fram á Norðurljósablús í fyrra.