Hljómsveitin Vax var stofnuð árið 1999 sem tríó. Orgel/bassi, gítar og trommur. Í byrjun spiluðu þeir mest Breskt rythm og blús rokk frá 6. og 7. áratugnum undir sterkum áhrifum frá hljóm FARFISA orgelsins. Eftir að hafa verið í pásu í nánast 2 ár kom sveitin aftur saman árið 2003 og sendu þá frá sér 4 laga smáskífu – EP. Hún innihélt meðal annars lagið Baby Blue. Í október sama ár ( 2004) sendu þeir síðan frá sér Breiðskífuna “Oh no!”.  Vax spilar Breskt rythma- og blúsrokk frá 6. og 7. áratugnum í bland við eigið efni. Í Vax eru Halldór Benediktsson sem leikur á orgel, Vilhjálmur Benediktsson á gítar og Hallur Kristján Jónsson á trommur.

KaffiHornið 3. mars kl. 23:00 – 01:00
Víkin 4. mars kl. 23:00 – 01:00