Nú er undirbúningur fyrir Norðurljósablús í fullum gangi enda styttist óðum í hátíðina.  Meðal tónlistarmanna sem koma munu fram á hátíðinni eru sænska hljómsveitin Emil & the Ecstatic, Blúskompaníið, Kentár, Mood, Vax, Síðasti sjens o.fl.  Blúshátíðin mun fara fram á þremur veitingahúsum á Höfn þ.e. Kaffi Horninu, Hótel Höfn og Víkinni.  Sigurður Kr. Sigurðsson er framkvæmdastjóri blúshátíðarinnar og vinnur hann hörðum höndum að undirbúningi ásamt stjórn Hornfirska skemmtifélagsins.  Netfang Sigurðar er blues@skemmtifelag.is.