KK (Kristján Kristjánsson) er fæddur í Minnesota árið 1956 en flutti heim til Íslands með fjölskyldu sinni tíu ára gamall. Á unglingsárum var hann í ýmsum hljómsveitum en flutti búferlum til Svíþjóðar 1977. KK þvældist um meginland Evrópu með hópi farandspilara um skeið en var alkominn heim til Íslands 1990. KK hefur frá þeim tíma sent frá sér sjö einherjaplötur, en einnig starfað með fjölda annara listamanna. KK hefur samið tónlist fyrir bæði leikhús og kvikmyndir og hlotið verðlaun bæði fyrir lagasmíðar og hljóðfæraleik.

Hótel Höfn 2. mars kl. 21:00 – 22:30