Emil & the Ecstatics koma frá Stokkhólmi og eru kornungir en tónlist þeirra á djúpar rætur og blúsáhugamenn þekkja áhrif frá BB King og fleiri kunnum blúshetjum. Emil Arvidsson söngvari og gítarleikari hefur vakið athygli fyrir hráan og einlægan söng og gítarleik. Að baki hans er firnaþétt sveit með Johan Bendrik hammondleikara fremstan í flokki. Sveitina skipa einnig Mats Hammarlöf bassaleikari og Tom Steffensen trommuleikari.

Hótel Höfn 4. mars kl. 21:00 – 22:30

Hljóðskrá