Mood var stofnuð árið 2003 af þeim Bergþóri Smára (gítarleikara/söngvara), Inga S. Skúlasyni (bassa) og Friðrik Geirdal Júlíussyni (trommuleikara) og spilaði fyrst á Vídalín í Aðalstrætin í Reykjavík. Þessir menn höfðu  spilað mikið saman í gegnum tíðina í hljómsveitum sem einbeittu sér að blústónlist. Spilað var víða, allt frá Gauki á Stöng til Blúshátíðar Ólafsfjarðar. Í fyrstu var nær eingöngu blús á prógrammi Mood en svo tóku meðlimirnir að bæta inn eigin lögum. Mood er sem stendur að vinna að upptökum á eigin efni. Að þessu sinni spilar Þorleifur Guðjónsson bassaleikari með Mood og KK er gestur hljómsveitarinnar.

KaffiHornið 3. mars kl. 23:00 – 01:00
Hótel Höfn 4. mars kl. 22:30 – 00:00