Síðasti sjens, blúsband, var stofnað árið 2004 og hefur verið í burðarliðnum síðan með tilheyrandi fæðingarhríðum. Nú er kollurinn loks kominn í ljós og útlit fyrir að þetta sé fullburða fyrirbæri.  Í bandinu eru: Jens Einarsson, gítar og söngur. Þórir Ólafsson (hennar Sússu á Hala) bassi og söngur. Heimir Davíðsson, trommur. Heimir rak um árabil hljómsveitina Óperu og lék þar á trommur, spilaði oft á Hornafirði.  Síðast sjens er alhliða dansband með áherslu á blús og blúsrokk. Helstu Idolin eru Stevie Ray Vaughan, Eric clapton, Leadbelly,John Mayall ofl.  Segja má að við spilum melódískan rythmablús sem blífur jafnt á böllum sem átónleikum.

Hótel Höfn 3. mars kl. 00:00 – 01:30
Hótel Höfn 4. mars kl. 00:00 – 01:30

Hljóðskrá