Dagskrá blúshátíðarinnar er enn að stækka og þéttast og listamenn að bætast í hópinn. Þannig munu Sæmi Harðar og félagar verða með blúsdjamm í Nýheimum frá 16-18 á föstudag og laugardag.
Á sunnudaginn kl. 16 verða fjölskyldutónleikar með Emil & the Ecstatics í Nýheimum.
Grunnskólabörn á Höfn fá sinn skerf af blúsnum því KK mun heimsækja alla grunnskólana á Höfn á föstudaginn og bærinn verður því undilagður af blús frá föstudegi til sunnudags.


Sænskir blúsarar koma í heimsókn
Sænska hljómsveitin Emil & the Ecstatics verður aðalgestur blúshátíðarinnar Norðurljósablús sem haldin verður á Hornafirði um næstu helgi.
Auk sænsku blúsaranna munu margir af helstu blústónlistarmenn landsins koma fram á hátíðinni. Þar skal fyrst nefna Blúskompaníð undir forystu Magnúsar Eiríkssonar og KK mun einnig leika á hátíðinni.
Einnig munu hljómsveitirnar Mood, Kentár Vax og Síðasti sjens koma fram á hátíðinni og Hornfirðingurinn Sæmi Harðar mun leiða blúsdjamm í Nýheimum. Þar eru allir velkomnir að koma og hlusta og fá að taka í hljóðfæri.

 

Blúsað á þremur stöðum samtímis
KK mun opna hátíðina með tónleikum á Hótel Höfn á fimmtudagskvöldinu. Á föstudag og laugardag verður blúsdjamm með Sæma Harðar í Nýheimum en tónleikar hátíðarinar fara fram á veitingahúsunum á Höfn.
Aðaltónleikarnir á föstudagskvöld eru með Blúskompaníinu á Víkinni en Emil & the Ecstatics leika á aðaltónleikunum á laugardagskvöld á Hótel Höfn.
Eftir aðaltónleikana hvort kvöld verður byrjað að blúsa á þremur stöðum í bænum og geta gestir gengnið á milli og staldrað við eftir því sem þá lystir á hverjum stað. Veitingahúsin eru öll við Víkurbrautina á Höfn sem verður sannkallað Blues Avinue um helgina