
Föstudaginn 9. október n.k. frumsýnir Hornfirska skemmtifélagið sýninguna POPP & KÓK Hótel Höfn. Þetta er áttunda haustverkefni Hornfirska skemmtifélagsins á Hótel Höfn en áður hefur félagið sett upp sýningarnar Slappaðu af!, Með allt á heinu, Diskó, Rokk í 50 ár, American Graffiti, Eitís og Bítl. Auk þess hefur félagið staðið fyrir blúshátíðinni Norðurljósablús árin 2006, 2007 og 2008.Í sýningunni verða mörg af þekktustu lögum kvikmyndasögunnar flutt af hornfirsku tónlistarfólki.
Í tengslum við sýninguna er boðið upp á glæsilegan þriggja rétta kvöldverð og stórdansleik. Einnig er sértilboð á gistingu á Hótel Höfn fyrir sýningargesti.
Sérstakt pakkatilboð fyrir vinnustaðahópa, saumaklúbba o.s.frv.
Frumsýning – föstudaginn 9. október
2. sýning – laugardaginn 17. október
3. sýning – laugardaginn 24. október
4. sýning – laugardaginn 31. október
Miðapantanir og nánari upplýsingar á Hótel Höfn í síma 478-1240.