Hornfirskir skemmtikraftar hafa nú stungið sér á kaf í djúpa endann á rokksundlauginni og munu svamla þar næstu vikurnar.  Æfingar eru að hefjast enda ekki seinna vænna því frumsýningin verður á Hótel Höfn 15. október nk.  Þá býðst landsmönnum að stíga um borð í rokklestina og þeysa í gegn um 50 ára sögu rokksins.  Mörg ný andlit sjást í sýningunni í ár, mörg eru af yngri kynslóðinni enda sægur af ungu listafólki á Hornafirði.

Andrea Jónsdóttir er sérlegur rokkráðgjafi Hornfirska skemmtifélagsins, leikstjóri er Kristín G. Gestsdóttir en hljómsveitarstjóri er Heiðar Sigurðsson.