slapp8Stofnun Hornfirska skemmtifélagsins var formleg árið 2003 en árið áður eða 2002 hafði sami hópur sett upp sýningu í samstarfi við Hótel Höfn sem fékk nafnið Slappaðu af. Það voru þeir Heiðar Sigurðsson og Sigurður Mar Halldórsson sem fengu hugmynd að þessum uppfærslum en fengu til liðs við sig Kristínu G Gestsdóttur leikstjóra til að setja saman slíka dagskrá og leikstýra henni.

 

Árið 2003 var formlega til félagskaparins stofnað eins og áður sagði og var stjórnin valin af frumkvöðlum félagsins og skiptu þeir með sér verkum þannig að formaður er Kristín G Gestsdóttir, gjaldkeri Heiðar Sigurðsson en ritari er Sigurður Mar Halldórsson sama stjórn hefur verið í félaginu frá upphafi. Alls hafa hátt í 50 manns tekið þátt í uppfærslum félagsins frá upphafi og áhorfendur verið um 1200 talsins.

 

Fyrsta dagskráin var Slappaðu af sem var sett saman af gömlum íslenskum slögurum. Kristín Gestsdóttir setti saman dagskránna og leikstýrði en Heiðar Sigurðsson var hljómsveitarstjóri og sá um að þjálfa tónlistarmenn og söngvara. Þáttakendur voru: 11 sem komu fram en að sýningunni stóðu einnig búningahönnuðir og ljósahönnuðir. Sem gerir samtals 14 með leikstjóra.

 

Önnur dagskráin var Með allt á hreinu dagskrá sett saman af Kristínu G Gestsdóttur úr samnefndri kvikmynd og leikstýrði hún einnig. . Hljómsveitarstjóri var Heiðar Sigurðsson og sá hann einnig um alla tónlist í dagskránni. Þátttakendur voru 13 auk 6 hönnuða sem sáu um búninga ljós og förðun. Sem gerir samtals 19.

Dagskráin sem sett var upp s.l. haust var Disco áfram var það Kristín G Gestsdóttir sem setti saman og leikstýrði og Heiðar Sigurðsson sá um tónlistarstjórn og þjálfun.

Þáttakendur voru 13 auk ljósa, búninga, förðunar og sviðshönnuða og einnig voru nú komnir tveir menn í hljóðstjórn. Alls komu að þessari sýningu 20 manns.

 

Bæði dagskráin Með allt á hreinu og Disco lögðu land undir fót og sýndu á Broadway í Reykjavík.

 

Hönnuður útlists leikskrár og sérlegur ljósmyndari félagsins er Sigurður Mar Halldórsson ljósmyndari og ritari félagsins.

 

Hér má sjá að félagið veitir allmörgum einstaklingum tímabundna vinnu við áhuga og starfssvið sitt sem þeir annars ekki fengju á Hornafirði. Það er markmið félagsins að vinna að uupfærslum sem gera kröfur til flytjenda og starfsfólks sem eflir það í listgrein sinni.

 

Stefnan í ár er að leggja áherslu á flutning á Hornafirði opg draga úr ferðalögum sem eru gifurlega kostnaðarsöm. Takmarkið er að víkka frekar út sýningarnar og gefa fleiri aðilum kost á að taka þátt.

 

Í byrjun febrúar 2006 mun félagið fara af stað með Norðurljósablúsinn ásamt Tónskóla Austur Skaftafellssýslu. Þar er ætlunin að veita þeim sem hafa áhuga námskeið og um leið tækifæri til að spila og æfa blús með þekktum tónlistarmönnum. Í lok febrúar byrjun mars verður svo Norðurljósablúsinn sem hefst væntanlega á fimmtudegi og lýkur með alsherjar blúshátíð þar sem allir tónlistarmenn koma fram.

 

Sigurður Mar Halldórsson ritari Hornfirska skemmtifélagsins

Skrifað haustið 2005