Rúnar JúlíussonLaugardaginn 2. október n.k. frumsýnir Hornfirska skemmtifélagið sýninguna SÖNGUR UM LÍFIÐ þar sem flutt verða lög af ferli Rúnars Júlíussonar.  Þetta er níunda haustverkefni Hornfirska skemmtifélagsins á Hótel Höfn en áður hefur félagið sett upp sýningarnar Slappaðu af!, Með allt á heinu, Diskó, Rokk í 50 ár, American Graffiti, Eitís, Bítl og Popp & Kók. Auk þess hefur félagið staðið fyrir blúshátíðinni Norðurljósablús árin 2006, 2007, 2008 og 2009.

Sýningar Hornfirska skemmtifélagsins eru margrómaðar og í ár verður ekkert til sparað. Það er því tilvalið fyrir starfsmannafélög, saumaklúbba, vinahópa o.fl. að skella sér í helgarferð til Hornafjarðar í haust.

Kynningarblað.