Norðurljósablús – rós í hnappagatið

Stefán Ólafsson skrifar:
Nýliðin blúshátíð er sannarlega rós í hnappagatið fyrir Hornfirska skemmtifélagið. Þessi geggjaða hátíð byrjaði á fimmtudagskvöldið með tónleikum KK á Hótel Höfn. Af mörgum frábærum íslenskum tónlistarmönnum eru ekki margir sem standa honum framar þegar kemur að þessu tónlistarformi. Bæði er KK einstakur gítarleikari, flottur söngvari og fínn sögumaður. Það er alls ekki eins og að hann sé einn á sviðinu, svo magnaður er flutningur hans. Þá nær hann ávallt góðu sambandi við áheyrendur, spinnur sögur og segir skemmtilega frá. KK fór í Nesja-, Hafnar- og Heppuskóla á föstudeginum og lék þar fyrir nemendur. Einnig fræddi hann þá um blúsinn, uppruna hans, þróun og á áhrif á aðrar skyldar tónlistarstefnur. Er víst að í heimsóknum þessum fjölgaði verulega í aðdáendahópi hans

Gagnleg rýning

Ég hef alltaf haft lítið sem ekkert álit á íslenskum gagnrýnendum og mér til mikils hryllings er ég nú lentur í þeirra sporum og veit ég vel að góðum fréttamanni sæmir ekki að tala í fyrstu persónu. Þannig að við getum verið sammála, um að ég er hvorki gagnrýnandi né fréttamaður.