Cha Cha ChasThe Cha Cha Cha´s kom fyrst saman fyrir Norðurljósablús á síðasta ári og spiluðu þá á Víkinni. Meðlimir sveitarinnar eru Júlíus Sigfússon, syngur og spilar á gítar, Aron Martin Ágústsson á bassa og Birgir Fannar Reynisson á trommum ásamt því að Friðrik Jónsson kemur til með að spila á gítar með sveitinni líkt og á síðustu hátíð. The Cha Cha Cha´s spila blús og gamalt og gott rokk í hressari kantinum og ættu því ekki að svíkja neinn.