whamUndirbúningur fyrir haustverkefni Hornfirska skemmtifélagsins er kominn á fullt.  Í ár verður tekin fyrir tónlist níundaáratugar síðustu aldar og hefur sýningin fengið nafnið „Eitís“.  Það er Felix Bergsson sem skrifar handrit sýningarinnar að þessu sinni og er óhætt að segja að hún verði með töluvert öðrum hætti en sýningar undanfarinna ára.  Sem fyrr verður leikstjórn í höndum Kristínar Gestsdóttur og mun Heiðar Sigurðsson sjá um tónlistarstjórn.  Frumsýnt verður laugardaginn 6. október á Hótel Höfn og er fyrirhugað að sýna á laugardögum eitthvað fram í nóvember.

 

Í sýningunni „Eitís“ verða öll vinsælustu lögin frá níunda áratugnum t.d. Draumaprinsinn, Money for nothing, Our house, Careless whisper, Pamela í Dallas, Wake me up befor you go go og mörg fleiri.  Sýningar Hornfirska skemmtifélagsins eru margrómaðar og í ár verður ekkert til sparað.  Það er því tilvalið fyrir starfsmannafélög, saumaklúbba, vinahópa o.fl. að skella sér í helgarferð til Hornafjarðar í haust.  

 

Nánari upplýsingar og miðapantanir eru á Hótel Höfn í síma 478-1240.