VaxHljómsveitin Vax var stofnuð árið 1999 sem tríó. Orgel/bassi, gítar og trommur. Í byrjun spiluðu þeir mest breskt rythm og blús rokk frá 6. og 7. áratugnum undir sterkum áhrifum frá hljóm FARFISA orgelsins. Tónlist VAX má lýsa sem sterkum kokteil Van Morrison, early Who , Zombies og síðast en ekki síst Animals. Einfaldleikinn er þeirra helsta aðalsmerki til að Blúsinn, rokkið og rólið fái að njóta sín til fulls.VAX hefur komið fram á öllum Norðurljósabúshátíðum hingað til, eða alls fimm sinnum en sú sjötta er handan við hornið. Mikil spenna er í tríóinu og ætla meðlimir að gefa sig 110% í tónleikana. Meðlimir VAX eru: Villi Warén , Halldór Warén og Hafþór Snjólfur Helgason.