Bítlaæðið í algleymingi á Hornafirði
Allir þekkja Bítlana og margir eiga sér uppáhalds bítlalag eða jafnvel uppáhalds bítil enda er um að ræða þekktustu og áhrifamestu hljómsveit rokksögunnar.  Þó að útgáfusaga sveitarinnar séu ekki nema sjö ár voru afköstin gríðarleg. Þrettán stórar hljómplötur og rúmlega 200 frumsamin lög.  Þar að auki gerðu Bítlarnir fimm kvikmyndir og komu fram í óteljandi sjónvarpsþáttum og tónleikum. Bítlarnir höfðu ekki einungis áhrif á rokksöguna því heimurinn var ekki samur eftir að þeir komu fram á sjónarsviðið.
Aðstandendur sýningarinnar eru hátt á þriðja tuginn; 18 söngvarar og hljóðfæraleikarar, ljósameistari, hljóðmaður, búningahönnuðir, hárgreiðslufólk og förðunarmeistari.  Tónlistarstjóri er Heiðar Sigurðsson og leikstjóri er Þórhildur Magnúsdóttir.

Helgarpakkar til Hornafjarðar
Í tengslum við sýningarnar verður boðið upp á pakka sem henta vel starfsmannafélögum og fleiri hópum sem vilja leggja land undir fót og gera sér dagamun.  Í pakkanum er gisting á Hótel Höfn, kvöldverður, tónlistardagskrá og dansleikur.  Að auki er ýmis önnur afþreying í boði á staðnum og er hægt að sérsníða afþreyingarpakka ef óskað er.

Sex ára saga
Þetta er sjöunda verkefni Hornfirska skemmtifélagsins sem sett er upp á Hótel Höfn.  Áður hafa hornfirskir skemmtikraftar sett á svið sýningar sem m.a. nefndust Rokk í 50 ár, American Graffiti, Diskó, Með allt á hreinu og í fyrra frumsýndi Skemmtifélagið söngleikurinn Eitís eftir Felix Bergsson.
Alþjóðlega blúshátíðin Norðurljósablús er einnig á vegum Hornfirska skemmtifélagsins og er hátíðin fyrstu helgina í mars ár hvert. Hornfirska skemmtifélagið hefur einnig tekið að sér ýmis önnur verkefni, svo sem umsjón með ýmsum viðburðum og haldið námskeið í viðburðarstjórnun, söng og raddbeitingu.

Skapandi iðnaður á Hornafirði
Hornfirska Skemmtifélagið starfar innan Ferðaþjónustuklasa Hornafjarðar.  Eitt af markmiðum skemmtifélagsins er að laða ferðafólk á staðinn utan hefðbundins ferðamannatíma og auka veltu í þeirri grein en aðalmarkmið félagsins er einnig að gefa söngvurum og hljóðfæraleikurum á staðnum tækifæri til að þroska sig og bæta með því að koma fram í krefjandi sýningum.

Nánari upplýsingar gefa:
Sigurður Mar Halldórsson s. 864-0202
Heiðar Sigurðsson s. 899-4619

Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingu sýnig Bjartmar Ágústsson bassaleikari taka bassalínur Pauls með trompi og gítarleikararnir Friðrik Jónsson og Júlíus Sigfússon fylgjast agndofa með.