Blues Wayne

Hljómsveitin Blues Wayne var stofnuð veturinn 2010 og starfar oftast undir nafninu Bruce Willis en því var breytt í anda Blúshátíðar. Hljómsveitin var upprunalega stofnuð til þess að spila undir í undankeppni Heppuskóla fyrir söngvakeppnina Samaust. Elvar Bragi Kristjónsson sá um gítarinn, Valur Zophoníasson sat við trommusettið og Aron Martin Ágústsson spilaði á bassa á meðan Hafþór Smári Imsland lék á gítar. Nýir meðlimir hafa svo bæst við sveitina en það eru þau Sólveig Morávek , sem spilar á þverflautu og Elías Tjörvi Halldórsson sem spilar á bassa. Valur, Elvar Bragi og Aron deila söngnum á milli sín.  Blues Wayne snýst bara um það að hafa gaman og að spila, uppstilling hljómsveitarinnar er aukaatriði og meðlimir koma og fara eins og hentar hverju sinni. Hljómsveitin spilar tökulög og hefur verið að æfa þekkt og mjög fjölbreytt lagasafn fyrir hátíðina.