ADHD 800 á Hótel Höfn

img_0185_2.jpgOpnunartónlekar blúshátíðarinnar Norðurljósablús 2008 verða með hornfirskum formerkjum í ár.  Skemmtifélagið leitaði til hornfirska saxófónleikarans Ómars Giuðjónssonar sem brá skjótt við og hóaði saman í band sem nefnist ADHD 800.  Tónleikarnir verða á Hótel Höfn sem hefur verið dyggur samstarfsaðili Hornfirska skemmtifélagsins um árabil.  Hótelið hefur allt verið endurnýjað á síðustu misserum og er glæsilegra en nokkru sinni fyrr.

 

 

 

Humarblót á Norðurljósablús

humarhofnin_logoNorðuljósablúsinn er stöðugt að vinda upp á sig og í ár bætist Humarhöfnin í hóp þeirra veitingastaða sem taka þátt í verkefninu með Hornfirska Skemmtifélaginu.  Eins og nafnið bendir til, sérhæfa meistarakokkar Humarhafnarinnar sig í matreiðslu á Hornafjarðarhumri. Laugardagskvöldið 1. mars verður haldið humarblót á staðnum.  Þá geta gesti borðað humar eins og þeir geta í sig látið fyrir aðeins 3.500 krónur. 

Norðurljósablús 2008 – Styrktaraðilar

Guðmundur Tyrfingsson ehf Humarhöfnin Hótel Höfn Kaffi Hornið Menningarráð Austurlands Skinney – Þinganes Víkin Hornfirska skemmtifélagið þakkar öllum þeim sem hafa hjálpað með einum eða öðrum hætti til að Norðurljósablús er nú orðinn að veruleika í 3ja sinn. Sérstakar þakkir færum við veitingamönnum á Höfn fyrir gott samstarf, öllum þeim sem lánuðu okkur hljóðfæri eða …

Norðurljósablús 2008 – Miðasala

Forsala aðgöngumiða fer fram hjá Galdri að Víkurbraut 4 og hefst mánudaginn 18. febrúar.  Miðar verða einnig seldir á tónleikastöðum á hátíðinni sjálfri en takmarkaður miðafjöldi er á tónleika á Hótel Höfn.   Miðaverð: Fimmtudagur 28. febrúar Hótel Höfn kl. 21:00 – 22:30 kr. 2.000,- Föstudagur 29. febrúar Hótel Höfn kl. 21:00 – 22:30 kr. 2.000,- Laugardagur …

Norðurljósablús 2008 – Dagskrá

Fimmtudagur 28. febrúar Hótel Höfn kl. 21:00 – 22:30 – Hljómsveitin ADHD 800 (Óskar Guðjónsson, Ómar Guðjónsson, Þavíð Þór Jónsson og Magnús Tryggvason Eliassen.)   Föstudagur 29. febrúar Hótel Höfn Kl. 16:00 – 18:00 Blúsdjamm Kl. 21:00 – 22:30 Øernes blues band frá Danmörku Kl. 23:00 – 01:00 Mæðusveitin Sigurbjörn og Hulda Rós og Rökkurtríóið Kaffi …

Dagskrá frágengin fyrir Norðurljósablús 2008

emilÞrjú erlend og átta íslensk blúsbönd koma fram á Blúshátíðinnni Norðurljósablús 2008 verður haldin í þriðja sinn á Höfn í Hornafirði dagana 29. febrúar til 2. mars næstkomandi. Að þessu sinni var ákveðið að gefa ungu íslenski blústónlistarfólki tækifæri til að koma fram og jafnframt að kynna tónlistarmenn frá Norðurlöndunum fyrir landsmönnum.

Þrjár sveitir að utan í ár. Øernes blues band frá Danmörku, Street Cowboys frá Smálöndunum í Svíþjóð og síðast en ekki síst Emil & the Ecstatics frá Svíþjóð. Þeir síðastnefndu voru aðal gestir Norðurljósablúss 2006 og gerðu gríðarlega lukku. Þá ættu Hornfirðingar að kannast við svipinn á trommuleikaranum í sænsku sveitinni Street Cowboys því það er enginn annar en Ólafur Karl Karsson frá Móhóli.