Víkingasveitin

Víkingasveitin eða Big Bandið er hljómsveit skipuð fjölda blásara og rythm’a-sveit stjórnað af Gunnlaugi Þresti Höskuldssyni. Sveitin var upphaflega lítið jazzband sem spilaði dixieland músík og jazz standarda en Þröst langaði alltaf að fá stærri hljóm í bandið. Hann fór að bæta fleiri og fleiri hljóðfæraleikurum við, og vorið 2010 varð litla jazzbandið að 17 …

Blues Wayne

Hljómsveitin Blues Wayne var stofnuð veturinn 2010 og starfar oftast undir nafninu Bruce Willis en því var breytt í anda Blúshátíðar. Hljómsveitin var upprunalega stofnuð til þess að spila undir í undankeppni Heppuskóla fyrir söngvakeppnina Samaust. Elvar Bragi Kristjónsson sá um gítarinn, Valur Zophoníasson sat við trommusettið og Aron Martin Ágústsson spilaði á bassa á …

Mæðusveitin Sigurbjörn

Mæðusveitin Sigurbjörn var stofnuð eftir Blúshátið 2006 og er því að verða fimm ára gömul. Stofnendur voru Björn Sigfinnsson söngvari og þrír Sigurðar: Guðnason, Ö. Hannesson og  Kr. Sigurðsson. Fyrir rúmu ári bættist síðan fjórði Sigurður við, þ.e. Mar Halldórsson. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru allir komnir nokkuð til ára sinna (misjafnlega mikið þó) eru …

The Cha Cha Cha’s

The Cha Cha Cha´s kom fyrst saman fyrir Norðurljósablús á síðasta ári og spiluðu þá á Víkinni. Meðlimir sveitarinnar eru Júlíus Sigfússon, syngur og spilar á gítar, Aron Martin Ágústsson á bassa og Birgir Fannar Reynisson á trommum ásamt því að Friðrik Jónsson kemur til með að spila á gítar með sveitinni líkt og á …

Mogadon

Mogadon er upphaflega dúett stofnaður fyrir 8 árum, skipaður þeim Haraldi Davíðssyni söngvara og gítarleikara, og Héðni Björnssyni kontrabassaleikara. Þeir hafa að mestu spilað rólegheita-tónlist, þar sem túlkunin er oft frjáls, en bæta stundum við sig hljóðfæraleikurum og gefa þá aðeins í. Í þetta sinn verður ekki ljóst hver fjöldinn verður í Mogadon fyrr en …

VAX

Hljómsveitin Vax var stofnuð árið 1999 sem tríó. Orgel/bassi, gítar og trommur. Í byrjun spiluðu þeir mest breskt rythm og blús rokk frá 6. og 7. áratugnum undir sterkum áhrifum frá hljóm FARFISA orgelsins. Tónlist VAX má lýsa sem sterkum kokteil Van Morrison, early Who , Zombies og síðast en ekki síst Animals. Einfaldleikinn er …

Svartar sálir

Hljómsveitin Svartar sálir sem stofnuð var árið 1968 af þeim Vigfúsi Svavarssyni, Gunnlaugi Sigurðssyni, Jóni Guðmundssyni, Páli Emil Beck og Emil Þorsteinssyni hefur boðað komu sína á Norðurljósablús 2011 á Höfn. Sveitin kom saman á síðasta ári í tilefni Humarhátíðar og sýndi eftirminnilega takta á aðalsviði hátíðarinnar. Emil Þorsteinsson sem býr í Danmörku átti því …

Norðurljósablús 2011 – dagskrá

Föstudagur 4. mars Víkin Kl. 21:00 – 22:30 VAX Kl. 22:30 – 00:00 Blues Wayne Laugardagur 5. mars Nýheimar Kl. 15:00 – 16:00 Blúsdjamm Hótel Höfn Kl. 21:00 – 22:00 Big Bandið Kl. 22:00 – 23:30 Svartar Sálir Kaffihornið 21:30-23:00 Mogadon 23:00 – 00:30 Mæðusveitin Sigurbjörn Víkin Kl. 22:00 – 23:00 Bjarni Tryggva – trúbador …

Norðurljósablús 2011

Senn líður að Norðurljósablúshátíðinni hér á Höfn og verður það í sjötta skiptið sem sú hátíð er haldin. Eins og ávallt heldur Hornfirska Skemmtifélagið um skipulagninguna og verður hátíðin haldin fyrstu helgina í mars (4. – 6. mars 2011) en sú helgi hefur fest sig í sessi sem Blúshátíðarhelgin á Hornafirði. Að þessu sinni verður …