Norðurljósablús – rós í hnappagatið

Stefán Ólafsson skrifar:
Nýliðin blúshátíð er sannarlega rós í hnappagatið fyrir Hornfirska skemmtifélagið. Þessi geggjaða hátíð byrjaði á fimmtudagskvöldið með tónleikum KK á Hótel Höfn. Af mörgum frábærum íslenskum tónlistarmönnum eru ekki margir sem standa honum framar þegar kemur að þessu tónlistarformi. Bæði er KK einstakur gítarleikari, flottur söngvari og fínn sögumaður. Það er alls ekki eins og að hann sé einn á sviðinu, svo magnaður er flutningur hans. Þá nær hann ávallt góðu sambandi við áheyrendur, spinnur sögur og segir skemmtilega frá. KK fór í Nesja-, Hafnar- og Heppuskóla á föstudeginum og lék þar fyrir nemendur. Einnig fræddi hann þá um blúsinn, uppruna hans, þróun og á áhrif á aðrar skyldar tónlistarstefnur. Er víst að í heimsóknum þessum fjölgaði verulega í aðdáendahópi hans

Hátíðin heppnaðist vel

Blúshátíðin Norðurljósablús tókst mjög vel en hátíðin fór fram um síðustu helgi á Höfn í Hornafirði. 25 tónlistarmenn í 7 hljómsveitum komu fram á 10 blústónleikum um helgina á Höfn og var blúsað á fjórum stöðum í bænum. Þeir sem komu fram um helgina voru Blúskompaníið, KK, Mood, Kentár, Vax og Síðasti sjens. Einnig stjórnuðu …

Styrktaraðilar

    Hornfirska skemmtifélagið þakkar öllum þeim sem hjálpuðu með einum eða öðrum hætti til að Norðurljósablús er nú orðinn að veruleika. Sérstakar þakkir færum við veitingamönnum á Höfn fyrir gott samstarf, öllum þeim sem lánuðu okkur hljóðfæri eða annan búnað og þeim sem styrkt hafa hátíðina með öðrum hætti. Menningarsjóði Austurlands færum við þakkir …

Norðurljósablúsinn vindur upp á sig

Dagskrá blúshátíðarinnar er enn að stækka og þéttast og listamenn að bætast í hópinn. Þannig munu Sæmi Harðar og félagar verða með blúsdjamm í Nýheimum frá 16-18 á föstudag og laugardag. Á sunnudaginn kl. 16 verða fjölskyldutónleikar með Emil & the Ecstatics í Nýheimum. Grunnskólabörn á Höfn fá sinn skerf af blúsnum því KK mun …

Síðasti sjens

Síðasti sjens, blúsband, var stofnað árið 2004 og hefur verið í burðarliðnum síðan með tilheyrandi fæðingarhríðum. Nú er kollurinn loks kominn í ljós og útlit fyrir að þetta sé fullburða fyrirbæri.  Í bandinu eru: Jens Einarsson, gítar og söngur. Þórir Ólafsson (hennar Sússu á Hala) bassi og söngur. Heimir Davíðsson, trommur. Heimir rak um árabil …

Mood

Mood var stofnuð árið 2003 af þeim Bergþóri Smára (gítarleikara/söngvara), Inga S. Skúlasyni (bassa) og Friðrik Geirdal Júlíussyni (trommuleikara) og spilaði fyrst á Vídalín í Aðalstrætin í Reykjavík. Þessir menn höfðu  spilað mikið saman í gegnum tíðina í hljómsveitum sem einbeittu sér að blústónlist. Spilað var víða, allt frá Gauki á Stöng til Blúshátíðar Ólafsfjarðar. …

Kentár

Hljómsveitin Kentár var stofnuð fyrir u.þ.b 20 árum og blús hefur alltaf verið vinnsæll á lagalistanum, svo vinsæll að stundum hefur hljómsveitin helgað sig honum svo til eingöngu. Seint á níunda áratugnum var einmitt slíkt skeið. Þá gáfu Kentárpiltar t.d.  út hljómskífuna Blúsdjamm og fylgdu henni vel eftir með ótal hljómleikum, t.d. á Hótel Borg …

Blúskompaníið

Blúskompaníið var stofnað af Magnúsi Eiríkssyni einum fremsta blúsmanni landsins fyrir rúmum þremur áratugum og hefur starfað með hléum síðan þá með þá Magnús og Pálma Gunnarsson í fararbroddi.  Með þeim Magnúsi og Pálma spila þeir Kristján Edelstein á gítar og Birgir Baldursson á trommur.  Víkin 3. mars kl. 21:00 – 22:30Víkin 4. mars kl. 23:00 – …

Emil & the Ecstatics

Emil & the Ecstatics koma frá Stokkhólmi og eru kornungir en tónlist þeirra á djúpar rætur og blúsáhugamenn þekkja áhrif frá BB King og fleiri kunnum blúshetjum. Emil Arvidsson söngvari og gítarleikari hefur vakið athygli fyrir hráan og einlægan söng og gítarleik. Að baki hans er firnaþétt sveit með Johan Bendrik hammondleikara fremstan í flokki. …

KK

KK (Kristján Kristjánsson) er fæddur í Minnesota árið 1956 en flutti heim til Íslands með fjölskyldu sinni tíu ára gamall. Á unglingsárum var hann í ýmsum hljómsveitum en flutti búferlum til Svíþjóðar 1977. KK þvældist um meginland Evrópu með hópi farandspilara um skeið en var alkominn heim til Íslands 1990. KK hefur frá þeim tíma …

Norðurljósablús

Nú er undirbúningur fyrir Norðurljósablús í fullum gangi enda styttist óðum í hátíðina.  Meðal tónlistarmanna sem koma munu fram á hátíðinni eru sænska hljómsveitin Emil & the Ecstatic, Blúskompaníið, Kentár, Mood, Vax, Síðasti sjens o.fl.  Blúshátíðin mun fara fram á þremur veitingahúsum á Höfn þ.e. Kaffi Horninu, Hótel Höfn og Víkinni.  Sigurður Kr. Sigurðsson er framkvæmdastjóri …

Norðurljósablús

Sænska hljómsveitin Emil & the Ecstatics verður aðalgestur blúshátíðarinnar Norðurljósablús sem haldin verður á Hornafirði 2.-4. mars næstkomandi. Auk sænsku blúsaranna munu markir af helstu blústónlistarmenn landsins koma fram á hátíðinni. Þar skal fyrst nefna Blúskompaníð undir forystu Magnúsar Eiríkssonar. Einnig munu hljómsveitirnar Mood,Kentár og Vax koma fram á hátíðinni. Síðast en ekki síst mun hljómsveitin …