Mæðusveitin SigurbjörnMæðusveitin Sigurbjörn var stofnuð eftir Blúshátið 2006 og er því að verða fimm ára gömul. Stofnendur voru Björn Sigfinnsson söngvari og þrír Sigurðar: Guðnason, Ö. Hannesson og  Kr. Sigurðsson. Fyrir rúmu ári bættist síðan fjórði Sigurður við, þ.e. Mar Halldórsson. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru allir komnir nokkuð til ára sinna (misjafnlega mikið þó) eru þeir hættir að gera sér vonir um alþjóðlega frægð og spila því aðallega sjálfum sér til gleði og vona að aðrir hafi einhverja ánægju af í leiðinni. Sveitin spilar aðallega léttan blús og getur brugðið sér í rokkið þegar fjör færist í leikinn.  Mæðusveitin Sigurbjörn hefur spilað á öllum Norðurljósablúshátíðum síðan hún var stofnuð og hefur auk þess komið fram á nokkrum tónleikum bæði hér heima og í næstu nágrannabyggðum.