Annað verkefni Hornfirska skemmtifélagsins nefndist Með allt á hreinu og var frum´sýnt á Hótel Höfn 11. október 2003. Þar voru löginog húmorinn úr Stuðmannamyndinni góðkunnu tekin fyrir.  Sýningin sló heldur betur í gegn og á þriðja hundrað manns hvaðanæfa af landinu lagð leið sína til Hornafjarðar til að sjá sýninguna.  Í kjölfar velgengni á Hótel Höfn var hornfirskum skemmtikröftum boðið að koma með sýninguna á veitingahúið Broadway.  Þar gerði hún sömuleiðis lukku og hefur vafalaust verið kveikjan af sýningunni Með næstum allt á hreinu sem reykvískir skemmtikraftar sýndu á Broadway ári síðar.

Þátttakendur í sýningunni voru:
Bjartmar Ágústsson bassi,  Friðrik Jónsson gítar, Heiðar Sigurðsson, tónlistarstjóri, hljómborð og söngur, Helga Vilborg Sigjónsdóttir söngur,Hulda Rós Sigurðardóttir söngur, Hrafnhildur Magnúsdóttir förðun, Ingólfur Baldvinsson ljós, Kári Ragnarsson söngur, Kristín Gestsdóttir leikstjóri og söngur, söngur, Kristjón Elvarsson söngur, Ólafur Karl Karlsson trommur,  Ragna Einarsdóttir búningar, Sigurður Mar Halldórsson gítar, Snæfríður Hlín Svavarsdóttir söngur, Vigfús Dan Sigurðsson söngur, Vilborg Þórhallsdóttir söngur, Þorsteinn Sigurbergsson ljós, Þórhildur Kristjánsdóttir búningar og Þórhildur Magnúsdóttir söngur.