Hljómsveitin Kentár var stofnuð fyrir u.þ.b 20 árum og blús hefur alltaf verið vinnsæll á lagalistanum, svo vinsæll að stundum hefur hljómsveitin helgað sig honum svo til eingöngu. Seint á níunda áratugnum var einmitt slíkt skeið. Þá gáfu Kentárpiltar t.d.  út hljómskífuna Blúsdjamm og fylgdu henni vel eftir með ótal hljómleikum, t.d. á Hótel Borg þar sem þeir kynntu til sögunnar Jólablústónleika sem haldnir voru í nokkur ár fyrir jólin og blúsaðdáendur muna enn vel eftir.   Kentár hætti að starfa eftir um tíu ára feril en hljómsveitarmeðlimir hafa komið saman nokkrum sinnum ári síðan þá og blúsað sér til ánægju þegar andinn hefur blásið þeim það í brjóst.  Meðlimir Kentár eru: Guðmundur Gunnlaugsson trommur, Pálmi Sigurhjartarson píanó, Sigurður Sigurðsson söngur og munnharpa, Hlöðver Ellertsson bassi og Matthías Stefánsson gítar.

Hótel Höfn 3. mars kl. 23:00 – 01:00

Hljóðskrá