Fyrsta verkefni Hornfirska skemmtifélagsins var sýning sem fékk nafnið „Slappaðu af!“  Sýningin var frumsýnd á Hótel Höfn 12. október 2002 og  var sýnd þar nokkrum sinnum við góðar undirtektir.  Sýningin samastóð af gömlum íslenskum smellum eins og Fjórir kátir þrestir, Bláu augun þín, Rokk og cha cha cha, Á sjó, Ég elska alla, Slappaðu af o.fl.

Þátttakendur í sýningunni voru:
Aðalheiður Haraldsdóttir söngur, Bjartmar Ágústsson bassi, Edda Bjarnadóttir söngur, Guðbjörg Garðarsdóttir söngur, Grétar Már Þorkelsson söngur, Heiðar Sigurðsson tónlistarstjórn og hljómborð, Hulda Rós Sigurðardóttir söngur, Júlíus Freyr Valgeirsson söngur, Kristín G. Gestsdóttir leikstjóri, Ólafur Karl Karlsson trommur, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þulur, Sigurður Mar Halldórsson gítar, Þorsteinn Sigurbergsson ljósameistari og Örn Arnarson söngur.