Víkingasveitin

Víkingasveitin eða Big Bandið er hljómsveit skipuð fjölda blásara og rythm’a-sveit stjórnað af Gunnlaugi Þresti Höskuldssyni. Sveitin var upphaflega lítið jazzband sem spilaði dixieland músík og jazz standarda en Þröst langaði alltaf að fá stærri hljóm í bandið. Hann fór að bæta fleiri og fleiri hljóðfæraleikurum við, og vorið 2010 varð litla jazzbandið að 17 …

Blues Wayne

Hljómsveitin Blues Wayne var stofnuð veturinn 2010 og starfar oftast undir nafninu Bruce Willis en því var breytt í anda Blúshátíðar. Hljómsveitin var upprunalega stofnuð til þess að spila undir í undankeppni Heppuskóla fyrir söngvakeppnina Samaust. Elvar Bragi Kristjónsson sá um gítarinn, Valur Zophoníasson sat við trommusettið og Aron Martin Ágústsson spilaði á bassa á …

Mæðusveitin Sigurbjörn

Mæðusveitin Sigurbjörn var stofnuð eftir Blúshátið 2006 og er því að verða fimm ára gömul. Stofnendur voru Björn Sigfinnsson söngvari og þrír Sigurðar: Guðnason, Ö. Hannesson og  Kr. Sigurðsson. Fyrir rúmu ári bættist síðan fjórði Sigurður við, þ.e. Mar Halldórsson. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru allir komnir nokkuð til ára sinna (misjafnlega mikið þó) eru …

The Cha Cha Cha’s

The Cha Cha Cha´s kom fyrst saman fyrir Norðurljósablús á síðasta ári og spiluðu þá á Víkinni. Meðlimir sveitarinnar eru Júlíus Sigfússon, syngur og spilar á gítar, Aron Martin Ágústsson á bassa og Birgir Fannar Reynisson á trommum ásamt því að Friðrik Jónsson kemur til með að spila á gítar með sveitinni líkt og á …

Mogadon

Mogadon er upphaflega dúett stofnaður fyrir 8 árum, skipaður þeim Haraldi Davíðssyni söngvara og gítarleikara, og Héðni Björnssyni kontrabassaleikara. Þeir hafa að mestu spilað rólegheita-tónlist, þar sem túlkunin er oft frjáls, en bæta stundum við sig hljóðfæraleikurum og gefa þá aðeins í. Í þetta sinn verður ekki ljóst hver fjöldinn verður í Mogadon fyrr en …

VAX

Hljómsveitin Vax var stofnuð árið 1999 sem tríó. Orgel/bassi, gítar og trommur. Í byrjun spiluðu þeir mest breskt rythm og blús rokk frá 6. og 7. áratugnum undir sterkum áhrifum frá hljóm FARFISA orgelsins. Tónlist VAX má lýsa sem sterkum kokteil Van Morrison, early Who , Zombies og síðast en ekki síst Animals. Einfaldleikinn er …

Svartar sálir

Hljómsveitin Svartar sálir sem stofnuð var árið 1968 af þeim Vigfúsi Svavarssyni, Gunnlaugi Sigurðssyni, Jóni Guðmundssyni, Páli Emil Beck og Emil Þorsteinssyni hefur boðað komu sína á Norðurljósablús 2011 á Höfn. Sveitin kom saman á síðasta ári í tilefni Humarhátíðar og sýndi eftirminnilega takta á aðalsviði hátíðarinnar. Emil Þorsteinsson sem býr í Danmörku átti því …

Norðurljósablús 2011 – dagskrá

Föstudagur 4. mars Víkin Kl. 21:00 – 22:30 VAX Kl. 22:30 – 00:00 Blues Wayne Laugardagur 5. mars Nýheimar Kl. 15:00 – 16:00 Blúsdjamm Hótel Höfn Kl. 21:00 – 22:00 Big Bandið Kl. 22:00 – 23:30 Svartar Sálir Kaffihornið 21:30-23:00 Mogadon 23:00 – 00:30 Mæðusveitin Sigurbjörn Víkin Kl. 22:00 – 23:00 Bjarni Tryggva – trúbador …

Norðurljósablús 2011

Senn líður að Norðurljósablúshátíðinni hér á Höfn og verður það í sjötta skiptið sem sú hátíð er haldin. Eins og ávallt heldur Hornfirska Skemmtifélagið um skipulagninguna og verður hátíðin haldin fyrstu helgina í mars (4. – 6. mars 2011) en sú helgi hefur fest sig í sessi sem Blúshátíðarhelgin á Hornafirði. Að þessu sinni verður …

Norðurljósablús 2010

Nú fer Norðurljósablúshátíð okkar Hornfirðinga að bresta á en hún hefst næstkomandi fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin er sú fimmta í röðinni en í ár verður í annað sinn frítt  inn á alla viðburði hátíðarinnar. Þetta árið munu heilar tólf hljómsveitir sjá um að skemmta bæjarbúum og koma þær allstaðar af landinu. Þessar hljómsveitir …

Norðurljósablús 2009

Blúshátíðin Norðurljósablús verður haldin í fjórða sinn á Höfn í Hornafirði dagana 5. til 7. mars næstkomandi. Það hefur sjaldan verið meiri blús í íslensku samfélagi en einmitt um þessar mundir. Fólk hefur í gegn um árin notað blúsinn til að syngja sig frá erfiðleikunum og gleyma stað og stund í tónlistinni og þannig verður það á Norðurljósablús. Til þess að gefa sem allra flestum tækifæri á að finna blústaktinn í hjartanu verður frítt inn á alla tónleika hátíðarinnar.

ADHD 800 á Hótel Höfn

img_0185_2.jpgOpnunartónlekar blúshátíðarinnar Norðurljósablús 2008 verða með hornfirskum formerkjum í ár.  Skemmtifélagið leitaði til hornfirska saxófónleikarans Ómars Giuðjónssonar sem brá skjótt við og hóaði saman í band sem nefnist ADHD 800.  Tónleikarnir verða á Hótel Höfn sem hefur verið dyggur samstarfsaðili Hornfirska skemmtifélagsins um árabil.  Hótelið hefur allt verið endurnýjað á síðustu misserum og er glæsilegra en nokkru sinni fyrr.

 

 

 

Humarblót á Norðurljósablús

humarhofnin_logoNorðuljósablúsinn er stöðugt að vinda upp á sig og í ár bætist Humarhöfnin í hóp þeirra veitingastaða sem taka þátt í verkefninu með Hornfirska Skemmtifélaginu.  Eins og nafnið bendir til, sérhæfa meistarakokkar Humarhafnarinnar sig í matreiðslu á Hornafjarðarhumri. Laugardagskvöldið 1. mars verður haldið humarblót á staðnum.  Þá geta gesti borðað humar eins og þeir geta í sig látið fyrir aðeins 3.500 krónur. 

Norðurljósablús 2008 – Styrktaraðilar

Guðmundur Tyrfingsson ehf Humarhöfnin Hótel Höfn Kaffi Hornið Menningarráð Austurlands Skinney – Þinganes Víkin Hornfirska skemmtifélagið þakkar öllum þeim sem hafa hjálpað með einum eða öðrum hætti til að Norðurljósablús er nú orðinn að veruleika í 3ja sinn. Sérstakar þakkir færum við veitingamönnum á Höfn fyrir gott samstarf, öllum þeim sem lánuðu okkur hljóðfæri eða …

Norðurljósablús 2008 – Miðasala

Forsala aðgöngumiða fer fram hjá Galdri að Víkurbraut 4 og hefst mánudaginn 18. febrúar.  Miðar verða einnig seldir á tónleikastöðum á hátíðinni sjálfri en takmarkaður miðafjöldi er á tónleika á Hótel Höfn.   Miðaverð: Fimmtudagur 28. febrúar Hótel Höfn kl. 21:00 – 22:30 kr. 2.000,- Föstudagur 29. febrúar Hótel Höfn kl. 21:00 – 22:30 kr. 2.000,- Laugardagur …

Norðurljósablús 2008 – Dagskrá

Fimmtudagur 28. febrúar Hótel Höfn kl. 21:00 – 22:30 – Hljómsveitin ADHD 800 (Óskar Guðjónsson, Ómar Guðjónsson, Þavíð Þór Jónsson og Magnús Tryggvason Eliassen.)   Föstudagur 29. febrúar Hótel Höfn Kl. 16:00 – 18:00 Blúsdjamm Kl. 21:00 – 22:30 Øernes blues band frá Danmörku Kl. 23:00 – 01:00 Mæðusveitin Sigurbjörn og Hulda Rós og Rökkurtríóið Kaffi …

Dagskrá frágengin fyrir Norðurljósablús 2008

emilÞrjú erlend og átta íslensk blúsbönd koma fram á Blúshátíðinnni Norðurljósablús 2008 verður haldin í þriðja sinn á Höfn í Hornafirði dagana 29. febrúar til 2. mars næstkomandi. Að þessu sinni var ákveðið að gefa ungu íslenski blústónlistarfólki tækifæri til að koma fram og jafnframt að kynna tónlistarmenn frá Norðurlöndunum fyrir landsmönnum.

Þrjár sveitir að utan í ár. Øernes blues band frá Danmörku, Street Cowboys frá Smálöndunum í Svíþjóð og síðast en ekki síst Emil & the Ecstatics frá Svíþjóð. Þeir síðastnefndu voru aðal gestir Norðurljósablúss 2006 og gerðu gríðarlega lukku. Þá ættu Hornfirðingar að kannast við svipinn á trommuleikaranum í sænsku sveitinni Street Cowboys því það er enginn annar en Ólafur Karl Karsson frá Móhóli.

 

Grasrætur í Kastljósi

Hljómsveitin Grasrætur lék í Kastljósi í gærkvöldi í kjölfar kynningar á Norðurljósablús 2007 en Grasrætur er ein að þeim hljómsveitum sem spilar á hátíðinni.  Strákarnir stóðu sig með stakri prýði og verður gaman að heyra þá spila á Víkinni á laugardagskvöldið.  Smelltu hér til að skoða innslagið í Kastljósi.

Forsala aðgöngumiða hefst í dag!

Forsala aðgöngumiða á Norðurljósablús hefst í dag, mánudag á Víkurbraut 4 en hátíðin verður 1. – 4. mars nk. Á hátíðinni koma fram 36 innlendir og erlendir tónlistarmenn í 8 hljómsveitum.   Aðalgestir hátíðarinnar er sænska hljómsveitin Jump 4 Joy og er þetta í fyrsta sinn sem sveitin leikur hér á landi.  Nokkrir af helstu blús-tónlistarmönnum …