Víkingasveitin

Víkingasveitin eða Big Bandið er hljómsveit skipuð fjölda blásara og rythm’a-sveit stjórnað af Gunnlaugi Þresti Höskuldssyni. Sveitin var upphaflega lítið jazzband sem spilaði dixieland músík og jazz standarda en Þröst langaði alltaf að fá stærri hljóm í bandið. Hann fór að bæta fleiri og fleiri hljóðfæraleikurum við, og vorið 2010 varð litla jazzbandið að 17 manna stórsveit og síðan þá hefur ekki verið aftur snúið.